Á vöknun


Þegar aðgerð er lokið flyst barnið yfir á vöknun. Skurðlæknirinn kemur i flestum tilfellum til foreldranna og segir frá árangri aðgerðarinnar. Það er þess vegna mjög mikilvægt að þú/þið séuð á biðstofunni um það leyti sem áætlað er að aðgerðinni ljúki. Starfsfólkið sækir þig á biðstofuna og fylgir þér á vöknun.

Vöknun er stór salur með pláss fyrir mörg börn á ólíkum aldri. Þar er leyfilegt fyrir báða foreldra/aðstandendur að vera viðstaddir. Systkini fá ekki að fylgja með inn á vöknun.

Ekki er leyfilegt að borða eða drekka á vöknun og gildir það fyrir foreldra og börn. Ástæða þess er að það getur virkað truflandi fyrir önnur börn sem eru fastandi. Við viljum biðja ykkur vinsamlega um að skilja eftir yfirhafnir og stórar töskur á deildinni eða í læstum skáp á biðstofunni. Farsímar geta truflað lækningatæki og eru mjög óþægilegir fyrir börn sem eru að vakna eftir svæfingu. Við viljum því biðja ykkur um að hafa slökkt á farsímum.

Sum börn eru leið og þurfa huggun þegar þau vakna eftir svæfinguna en flest börn eru þreytt og líður best af að fá að vakna á sínum eigin takti. Öll börn fá súrefni sem þau anda að sér. Nákvæmt eftirlit er haft með öndun, púlsi og súrefnismettun.

Viðbrögð barnsins og hugsanlegar aukaverkanir eftir svæfingu eru mjög einstaklingsbundnar. Meðan á svæfingu stendur og eftir svæfinguna vinnur starfsfólkið að því hörðum höndum að fyrirbyggja og draga úr aukaverkunum. Þrátt fyrir þetta geta eftirfarandi aukaverkanir átt sér stað:

  • Þreyta og svimi
  • Ógleði og uppköst
  • Særindi í hálsi
  • Hósti
  • Óþægindi á svæðinu þar sem nálin/leggurinn liggja inn í æðina.
  • Óþægindi frá þvaglegg og slöngum (ef barnið hefur slíkt)

Öll börn sem hafa gengist undir skurðaðgerð fá reglubundið verkjalyf svo lengi sem þörf krefur. Eftir vissar aðgerðir/inngrip er barni gefið stöðugt verkjalyf í gegnum ákveðna "lyfjadælu". Starfsfólkið á vöknun metur stöðugt þörf barnsins fyrir verkjalyf og veitir viðeigandi meðferð. Sem foreldri/aðstandandi getur þú séð hvenær barninu líður illa og er með verki og því mikilvægt að láta starfsfólkið vita af því .

Barnið fær að fara aftur á hjúkrunardeild þegar það uppfyllir ákveðin skilyrði sem krefjast til að geta útskrifast af vöknun.

//Search

twitter icon

Astrid Lindgren Children´s Hospital | Karolinska University Hospital 171 76 Stockholm


© Karolinska University Hospital

mail
Logotype