Undirbúningur fyrir svæfingu


Í tengslum við svæfingu er mjög mikilvægt að þekkja til heilsufars barnsins. Starfsfólk svæfingardeildarinnar kemur því til með að spyrja ákveðinna spurninga. Það er því mikilvægt að hafa hugleitt eftirfarandi:

Spurningar fyrir alla:

  • Fyrri og núverandi sjúkdómar
  • Ofnæmi
  • Núverandi lyfjanotkun og lyf sem nýlega hafa verið notuð (síðasta mánuðinn)
  • Fyrri svæfingar og mögulegir fylgikvillar í tengslum við þær
  • Ættingjar sem hafa haft vandamál í tengslum við svæfingu
  • Þyngd
  • Lausar tennur
  • Bílveiki

Sérstakar spurningar fyrir unglinga:

  • Notkun tóbaks
  • Þungun

Mjög mikilvægt er að upplýsa starfsfólk svæfingardeildarinnar ef barnið hefur haft eða hefur sjúkdóma í öndunarveginum (lungnabólgu, hálsbólgu, kíghósta, berkjubólgu eða aðra öndunarfærasjúkdóma) Ekki má heldur gleyma að láta starfsfólkið vita ef barnið hefur haft kvef nýlega. Einkenni sjúkdóma í öndunarvegum eru til dæmis hiti, hósti, öndunarörðugleikar, nefstíflur og nefrennsli. Þessir sjúkdómar auka hættuna á fylgikvillum í tengslum við svæfingu og geta stuðlað að lengri sjúkrahúsdvöl eða að aðgerð verði frestað. Það er einnig mikilvægt að þú látir starfsfólkið vita ef að barnið þitt hefur tilhneigingu til að verða óglatt og kasta upp til dæmis í tengslum við bílferðir.

//Search

twitter icon

Astrid Lindgren Children´s Hospital | Karolinska University Hospital 171 76 Stockholm


© Karolinska University Hospital

mail
Logotype