Á skurðdeildinni


Þegar komið er inn á skurðdeildina fær einungis annað foreldrið að fylgja með inn á sjálfa skurðstofuna. Sá sem fylgir með þarf að klæða sig í hlífðarslopp, bera húfu og skóhlífar. Því næst flyst barnið yfir á skurðarborðið og er keyrt inn á skurðstofu. Þegar barnið er undirbúið fyrir svæfinguna fær foreldri að vera við hliðina á barninu. Þegar svæfingarlyfi er sprautað í æð sofna einstaklingar mjög fljótt. Þegar barnið er sofnað er foreldri fylgt tilbaka inn á nærliggjandi biðstofu.

Margir foreldrar upplifa svæfingu barns síns og það að þurfa að skilja það eftir í annarra manna höndum sem mjög erfiðan atburð. Gott er þá að hafa í huga að sérmenntað starfsfólk vakir yfir barninu þínu ásamt sérstökum síritum allan þann tíma sem það er svæft.

//Search

twitter icon

Astrid Lindgren Children´s Hospital | Karolinska University Hospital 171 76 Stockholm


© Karolinska University Hospital

mail
Logotype