Fasta


Til að tryggja öryggi barnsins er mjög mikilvægt að fylgja öllum leiðbeiningum sjúkrahússins um föstu. Ástæðan fyrir mikilvægi föstu er sú að aukin áhætta er á uppköstum í tengslum við svæfingu sem getur valdið mjög alvarlegum fylgikvillum í öndunarveginum.

Vökvi meltist hraðar og yfirgefur magann fyrr en föst fæða. Einstaklingar þurfa því að fasta mun skemur eftir neyslu á vökva en eftir neyslu á fastri fæðu. Athugið þó að ólíkir drykkir/vökvar krefjast mismunandi langrar föstu. Appelsínusafi, drykkjarjógúrt og gosdrykkir með kolsýru krefjast mun lengri föstu en vatn, eplasafi og kaffi. Brjóstamjólk og mjólkurvellingur flokkast mitt á milli fastrar fæðu og fljótandi. Ef eitthvað er óljóst i leiðbeiningunum vinsamlega hafið samband við starfsólk deildarinnar á sjúkrahúsinu.

//Search

twitter icon

Astrid Lindgren Children´s Hospital | Karolinska University Hospital 171 76 Stockholm


© Karolinska University Hospital

mail
Logotype