Ólíkar gerðir af svæfingu og deyfingu


Orðið svæfing er þýðing á latneska orðinu "anestesi" og þýðir "án tilfinningar". Við skurðaðgerð eða við rannsóknir geta mismunandi gerðir af svæfingu og deyfingu verið notaðar. Hvaða gerð svæfingar er notuð byggist á aldri barnsins, tegund skurðaðgerðar og ástandi barns. Svæfingarlæknir tekur þessa ákvörðun eftir að hafa rætt við barnið og foreldrana við sérstakt tilfelli áður en svæfingin á sér stað. Svæfingarlæknirinn ber jafnframt ábyrgð á svæfingunni.

Svæfing

Venjuleg svæfing er mjög algeng og þýðir einfaldlega að barnið er algjörlega sofandi og fær jafnframt verkjastillingu. Innleiðsla þessarar tegundar af svæfingu gerist oftast á þann hátt að svæfingarlyfi er sprautað beint í æð í gegnum æðalegg eða að barnið fær að anda að sér svæfingargasi í gegnum öndunargrímu. Svæfingunni er síðan viðhaldið með svæfingargasi eða stöðugri gjöf af svæfingarlyfi í æð ásamt verkjalyfjum.

Svæðadeyfing

Við staðdeyfingu sprautar maður staðdeyfandi lyfi á taugaríkt svæði. Það hefur í för með sér deyfingu á þeim svæðum sem taugarnar ítauga. Þessi tegund deyfingar framkvæmir maður nánast alltaf á börnum sem eru svæfð, þ.e. sofandi. Hjá börnum notar maður þessa tegund deyfingar nánast alltaf sem viðbót við almenna svæfingu til að gefa verkjadeyfingu í aðgerð eða eftir aðgerð. Ein tegund staðdeyfingar er til dæmis mænudeyfing.

Staðdeyfing

Við staðdeyfingu sprautar maður lyfi undir húðina eða setur lyfið á húðina. Lyfið verkar á þann hátt að það hindrar verkjaboð í þeim taugum sem komast í snertingu við lyfið óháð því hvernig lyfið er gefið. Á þann hátt deyfir maður svæðið. Ein tegund af staðdeyfingu er EMLA-krem sem að barnið fær á húðina áður en æðaleggurinn er settur. Staðdeyfing er líka notuð í sambandi við svæfingu til þess að fá verkjadeyfingu í aðgerð eða eftir aðgerð.

//Search

twitter icon

Astrid Lindgren Children´s Hospital | Karolinska University Hospital 171 76 Stockholm


© Karolinska University Hospital

mail
Logotype