Velkomin á Anaesthesia Web

Hér geta börn á öllum aldri og á öllum þekkingarstigum fræðst um líkamann, hvernig er að vera á sjúkrahúsi og hvað gerist við svæfingu og skurðaðgerð fyrir og eftir og meðan á þeim stendur. Hér geturðu sem foreldri einnig undirbúið sjúkrahúsvistun barnsins þíns.

Girl and boy in scrub caps lie on their stomachs, each breathing in an oxygen mask.

Börnum og ungu fólki getur fundist heimsóknir á heilsugæslu og verkferlar vera kvíða- og streituvaldandi. Þau þurfa kannski að fara í nýjar og ókunnar aðstæður, hitta nýtt fólk og takast á við nýjar venjur. Þau verða kannski skoðuð, láta af hendi sýni í próf, fara í meðferð og fara kannski í aðgerð samfara svæfingu. Slík atvik og reynsla eru oft minnisstæð hvort sem allt gengur vel eða jafnvel meira en það eða vandamál og erfiðleikar koma upp eða ef meðferð er vandasöm. Þetta getur haft áhrif á börn, ungt fólk og fjölskyldur til lengri eða skemmri tíma, jafnvel þótt mikið sé gert til að draga úr slíkum áhrifum.

Það sem veldur börnum og ungu fólki mestum áhyggjum við að dvelja á sjúkrahúsi er svæfing, verkir og aðgerðir. Þessar áhyggjur geta vaxið ef börn, ungt fólk og fjölskyldur eru ekki vel búnar undir það sem mun gerast og skilja ekki það sem gerist og af hverju. Við viljum því hjálpa þér við undirbúninginn og að auka skilning þinn.

Réttur undirbúningur dregur úr læknastreitu og áhyggjum hjá börnum og ungu fólki. Það auðveldar ferla og dregur úr neikvæðum áhrifum til skemmri og lengri tíma. Það hjálpar við að fást við það sem hefur gerst og ráða betur við læknishjálp og meðferð í framtíðinni. Það er líka mikilvægt að gefa börnum og ungu fólki ítrekuð tækifæri til að undirbúa sig á mismunandi hátt svo að þau geti melt og skilið það sem þau heyra, lesa, sjá og reyna.

Sem foreldri eða forráðamaður veistu hvað ert barninu þínu fyrir bestu. Þú er mikilvægasti hlekkurinn á milli barnsins og okkar sem störfum innan sjúkrahússins. Þú ert mjög mikill stuðningur fyrir barnið þitt. Það er mikilvægt að þér finnist þú vel upplýst/ur og örugg/ur í aðstæðunum. Við viljum því hjálpa þér við undirbúninginn og að auka skilning þinn.

Ef spurningar vakna um svæfingar, aðgerðina eða almennt um sjúkrahúsheimsóknina eftir að hafa lesið þessar upplýsingar skaltu skrifa þær hjá þér og koma með á sjúkrahúsið til okkar.Þú skalt líka láta okkur vita ef barnið er mjög áhyggjufullt um það sem er að fara að gerast eða ef þú hefur áhyggjur af einhverju öðru. Við erum til staðar til að svara spurningum þínum og aðstoða þig.